Ég sendi þér í litlu ljóði
ljúfust orða minna
skáldið auma skreytir sig
skugga vængja þinna

Sumrin liðu ljósum hraðar
lýstu stjörnur vetur
aldrei hafa áður tvö
elskast lengur betur

Sú skamma stund er æskan okkur entist
var sem draumur
í tilhlökkun ég tæpast sá
hvað tíminn var naumur


vikingur
    Page 1 / 1

    Lyrics and title
    Chords and artist

    reset settings
    OK